FLUTNINGAR ehf
SÍMI 5753000
Pakkað og flutt á skilvirkan máta.
Ef gott skipulag er haft að leiðarljósi frá upphafi flutninga ganga þeir yfirleitt mun betur en ef öllu er hent óflokkuðu í kassa.
1. Sankaðu að þér öllu því sem er nauðsynlegt til að gera pökkunarstarfið auðveldara. Sterkir kassar í nokkrum stærðum Kúluplast dagblöð skæri sterkt límband og statíf merkimiðar merkipenni
2. Pakkaðu þungum hlutum á borð við bækur í minni kassa svo þeir verði ekki of þungir. Í stærri kössum skulu þyngri hlutir vera neðst og þeir léttari efst. Pakkið hverjum hlut í dagblöð eða kúluplast ef þeir eru viðkvæmir. Ekki pakka of miklu í kassa svo hætta sé á að hann fari á límingunum. Ef of rúmt er um hluti í kassanum, fylltu þá upp í hann með dagblöðum eða öðru viðlíka.
3. Pakkaðu öllu því sem á að fara í sama herbergi í sama kassa og merktu hann herberginu. Það auðveldar leikinn þegar tekið er úr kössum að vita í hvaða herbergi hann á að fara. Taktu fyrir eitt herbergi í einu, pakkaðu fyrst litlum munum til að koma þeim frá. Merktu á kassann hvað er í honum.
4. Pakkaðu og merktu kassa sem opna á fyrst af öllum þegar komið er á áfangastað. Í kassanum eiga að vera ómissandi hlutir sem notaðir voru fram á síðasta dag, líkt og uppþvottalögur, klósettpappír, plastdiskar og hnífapör og ýmislegt það sem fjölskyldan þarf að nota áður en hægt er að taka upp úr öllum kössunum
5. Þegar farið er í gegnum eldhúsið er best að losa sig við allt sem ekki er verið að nota. Settu lausa hluti á borð við hnífapör og annað smálegt úr skúffum í dósir, box og önnur ílát. Nýttu líka glæra poka með rennilás til að geyma ýmislegt smálegt.
6. Þegar stærri hlutir eru teknir í sundur, á borð við borð , hillur og skápa, er gott að geyma verkfæri í einum vel merktum poka eða kassa til að auðvelda samsetningu á nýja staðnum. Skrúfum er gott að tylla og jafnvel líma aftur í þau göt sem þær eiga að vera í.
7. Settu allan rafeindabúnað eins og fjarstýringar, millistykki og straumbreyta á einn stað.
8. Staflaðu kössunum þegar búið er að loka þeim. Gott er að nýta eitt herbergi undir kassana, þannig er hægt að klára að þrífa hinn hluta hússins.