top of page

Flutningur.is tekur að sér vörudreifingu og almenna búslóðaflutninga. Flutningur.is er með sex sendibíla, bæði litla og stóra. Kranabíl, gámalyftu og hvers kyns léttitæki.

 

Sendibílastöðin Flutningur.is býður upp á alhliða flutninga og bílstjórar fyrirtækisins taka að sér ýmis verkefni. "Við bjóðum upp á allar stærðir sendibíla og einsetjum okkur að veita trausta, örugga og umfram allt góða þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga," segir Kristján Kristjánsson flutningstæknir.

 

"Bílaflotinn hjá okkur er fjölbreyttur og bílstjórarnir hafa góða þekkingu og reynslu af flutningum, vörudreifingu og hvers kyns aðstæðum sem komið geta upp varðandi flutninga og akstur. Sjálfur er ég búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu og fjögur ár og ætti að vera búinn

að öðlast einhverja tækni.

 

"Nú er verið að taka í notkun gámaflutningabíl fyrir tuttugu feta gáma hjá Flutningi.is og stendur til að bjóða upp á þá nýbreytni að fá gám á staðinn. "Þannig getur fólk haft sína hentisemi. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem þurfa að afhenda sína íbúð strax en fá ekki nýju íbúðina afhenta fyrr en seinna. Líka fyrir þá sem vilja raða í gáminn í rólegheitum og vilja ekki flytja í einum hvelli.

 

"Flutningur.is hefur öll nauðsynleg léttitæki sem til þarf í flutninga hvort heldur sem er á vörum, bílum, búslóðum eða vélum. "Við tjöldum því sem til þarf hverju sinni. Við tökum að okkur margslungin verkefni, til dæmis höfum við tekið þátt í gerð auglýsingamynda fyrir bíla og sáum þá um að flytja bílana og einnig voru bílarnir okkar notaðir sem verkstæði. Þetta er lýsandi dæmi um það hversu fjölþætt verkefni við tökumst á við," segir Kristján.

 

Einnig er hægt að leigja búslóðalyftu hjá fyrirtækinu og má sjá kynningarmyndband á heimasíðu Flutnings.is þar sem hægt er að sjá hvernig lyftan virkar. Þá má einnig fá afnot af stórum sendibílum þar sem opna má aðra hlið bílsins alveg upp á gátt. "Það er mjög gott til dæmis við lestun vörubretta en Flutningur.is tekur að sér vörudreifingu ásamt almennum búslóðaflutningi og píanóflutningum

Flutningar ehf

Fannafold 179

112 Reykjavík

Sími 5753000

bottom of page